Samtök um krabbameinsrannsóknir á Íslandi (SKÍ) standa fyrir málþingi um mergæxli og skylda sjúkdóma, miðvikudaginn 16. nóvember frá kl. 16.30 til 18.30, haldið í Hringsal, Barnaspítala Hringsins. Við hvetjum ykkur öll til að mæta og kynna ykkur rannsóknir sem íslenskir vísindamenn eru að vinna að á þessu sviði. Dagskrá: 16.30 – 16.45 Kaffi og kleinur 16.45-17.20 Blóðskimun til bjargar – þjóðarátak gegn mergæxlum, Sigurður Yngvi Kristinsson, prófessor við Læknadeild Háskóla Íslands 17.20-17.45 Ættlægni mergæxla og skyldra sjúkdóma, Helga Margrét Ögmundsdóttir, prófessor við Læknadeild Háskóla Íslands 17.45 -18.05 The mechanism of BLIMP1 mediated survival in Waldenström’s macroglobulinemia, Kimberley Anderson, doktorsnemi við Læknadeild Háskóla Íslands 18.05-18.25 Mergæxli og fylgisjúkdómar - skiptir það máli? Ingigerður Sólveig Sverrisdóttir, læknir og doktorsnemi við Læknadeild Háskóla Íslands 18.30 Dagskrá lokið
20 ára afmælisveisla Samtaka um krabbameinsrannsóknir á Íslandi
Laugardaginn 14. nóvember 2015 kl. 14-16 í Iðnó.
Dagskrá
Sigurður Rúnar Guðmundsson, sem nýlega lauk meistaraprófi frá Læknadeild Háskóla Íslands, hlaut verðlaun fyrir veggspjald sitt á 19. ráðstefnu European Society for Pigment Cell Research sem haldin var í Edinborg 15.-18. september síðastliðinn. Veggspjaldið sem Sigurður kynnti fjallaði um greiningu hans á því hvaða hlutar MITF próteinsins ákvarða staðsetningu þess í kjarna. Rannsóknavinna Sigurðar var unnin undir leiðsögn Dr. Margrétar Helgu Ögmundsdóttur og Próf. Eiríks Steingrímssonar við Lífvísindasetur Háskóla Íslands. Auk viðurkenningarskjals er Sigurði boðið á næstu ráðstefnu European Association for Cancer Research sem haldin verður í Manchester í júlí á næsta ári (sjá vefsíðu Lífvísindaseturs).
Þess má geta að Sigurður Rúnar fékk ferðastyrk frá SKÍ til að fara á ráðstefnuna (styrkþegar SKÍ).
Þriðjudaginn 14. apríl kl 15.30-17.30 í Húsi Krabbameinsfélagsins við Skógarhlíð