Aðalfundur SKÍ 2014


Aðalfundur SKÍ var haldinn þriðjudaginn 29. apríl 2014. Fundurinn var vel sóttur og hugur í fólki varðandi starfsemi félagsins. Margrét Helga Ögmundsdóttir fór yfir helstu atriði í starfsemi SKÍ síðasta árið og var ný stjórn félagsins samþykkt. Jón Þór Bergþórsson kvaddi stjórnina og honum var þakkað fyrir frábært starf. Að öðru leyti var stjórnin samþykkt óbreytt frá fyrra ári og að auki var Eiríkur Briem boðinn velkominn í hópinn.