Ferðastyrkir 2013

Samtök um krabbameinsrannsóknir á Íslandi (SKÍ) veita ferðastyrki til ungra vísindamanna og nema á öllum sviðum krabbameinsrannsókna.

Styrkirnir eru veittir til vísindamanna/nema á öllum sviðum krabbameinsrannsókna sem eru með veggspjaldakynningu og/eða fyrirlestur á ráðstefnum.

Næsti umsóknarfrestur er 15. október, 2013.

Umsóknareyðublað og reglur SKÍ má finna í krækju undir "Styrkumsókn", uppi í hægra horni síðunnar.

Nánari upplýsingar veita:
Jón Þór Bergþórsson, jon.bergthorsson@gmail.com
Sigríður Rut Franzdóttir, sirrut@hi.is